Starfsemin

Rimmugýgur er lýðræðislegt félag, stjórnað af jarli kosnum til tveggja ára, gjaldkera og ritara kosnum til eins árs í senn. Öllum fullgildum félögum, hirðmönnum er frjálst að bjóða sig fram til embætta.

Haldin eru þrjú þing á ári, Rimmugýgjarþing sem er aðalfundur félagsins og æðsta stjórn haldið í lok janúar, vorþing í maí og haustþing í október. Öllum fullgildum félögum, hirðmönnum er frjálst að sitja þingin en til að hafa atkvæðisrétt þurfa menn að vera skuldlausir við félagið.