Bardagaæfingar

Bardagaæfingar eru á veturna í bílakjallara verslunar- miðstöðvarinnar Fjarðar þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 20.00 til kl. 22.00. Áætlað er að menn mæti 20 mínútum fyrr svo æfing geti hafist á réttum tíma. Á sumrin er æft á sama tíma á Víðistaðatúni.

Stjórnun bardagaæfinga er í höndum æfingahersa.

Þeir eru

Ísleifur Gissurarson
isleifurg@rimmugygur.is
Sími 860 2558

Guðni Garðarsson
gudni @rimmugygur.is

Mættu stundvíslega. Óstundvísi er truflandi og sýnir virðingarleysi gagnvart öðrum. Gerðu þig kláran og hitaðu upp strax. Tíminn er dýrmætur og best að nýta hann sem best. Þjálfarar geta hvenær sem er beðið um vopnaskoðun, þá skal sýna öll vopn sem þú hyggst nota einnig skjöldinn án tafar. Farðu eftir þeim reglum sem eru í gangi hverju sinni varðandi bardaga og drápsvæði. Þau kunna að vera breytileg. Drápsvæði ná frá hálsi niður að hnjám og stundum er upphandleggur með. Þjálfari hverju sinni lætur vita. Fylgja skipunum strax, t.d. áfram, lína, halda o.s. frv. Þetta eru orustuskipanir og þær á að endurtaka upphátt og síðan framkvæma. Ef þú ert ekki kunnugur skipun… spyrja. Högg á höfuð og háls eru bönnuð. Öll högg á höfuð og háls skal tilkynna tafarlaust, ekki skiptir máli hvort þau hafi verið laus, eða strokið laust. Báðir (eða allir) aðilar höggsins skulu vera viðstaddir skráningu í meiðslabókina. Þjálfarar ásamt stjórn Rimmugýgjar fara yfir bókina reglulega og ákveða til hvaða ráða skuli grípa ef menn gefa (eða þiggja) mörg höfuðhögg. Við meiðsl (á höfði eða annar staðar) skal gerandi sitja yfir bardögum þar til þjálfari heimilar honum að byrja aftur. Oft verða meiðsl þegar bardagmenn eru þreyttir og hafa ekki fulla stjórn. Það er því undir þjálfara komið hvenær hann telur viðkomandi hæfan á ný. Ef einhver meiðist skal stöðva bardaga, þjálfari og skyndihjálparliðar sjá um framhaldið. Að æfa víkingabardaga er ekki auðvelt, aðgæsla er nauðsynleg til að valda ekki skaða. Þú ert að slá til „andstæðings“ með stálvopni og óhjákvæmilega færð þú högg til baka. Þú munt fá marbletti og skurði, þú munt upplifa sársauka. Notkun góðra hlífa minnkar hættuna á því.