Rimmugýgur

Rimmugýgur er félag áhugamanna um menningu og bardagalist víkinga.

Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum áhuga á víkingatímabilinu og uppruna þjóðarinnar.

Félagið hefur í gegnum árin tekið þátt í mörgum víkingahátíðum heima og erlendis. Einnig tekur félagið að sér sýningar fyrir ferðamenn, fyrirtæki og uppákomur af ýmsu tagi.

Nafn félagsins er dregið af nafni axar Skarphéðins Njálssonar, þess er getið er í Brennu–Njálssögu. Nafnið merkir bardagatröll dregið af orðunum rimma orrusta eða bardagi og gýgur = tröll, skessa eða jafnvel norn. Orðið er í kvenkyni og beygist

Rimmugýgur
Rimmugýgi
Rimmugýgi
Rimmugýgjar

Þannig er talað um t.d. Rimmugýgjarfélaga en ekki Rimmugýgsfélaga, ég elska Rimmugýgi en ekki Rimmugýg svo dæmi séu tekin. Varast ber að rugla saman orðinu gígur í merkingunni eldgígur og gýgur í nafni félagsins.

Starfsemin

Rimmugýgur er lýðræðislegt félag, stjórnað af jarli kosnum til tveggja ára, gjaldkera og ritara kosnum til eins árs í senn. Öllum fullgildum félögum, hirðmönnum er frjálst að bjóða sig fram til embætta.

Haldin eru þrjú þing á ári, Rimmugýgjarþing sem er aðalfundur félagsins og æðsta stjórn haldið í lok janúar, vorþing í maí og haustþing í október. Öllum fullgildum félögum, hirðmönnum er frjálst að sitja þingin en til að hafa atkvæðisrétt þurfa menn að vera skuldlausir við félagið.

 

 

Æfingar

Bardagaæfingar eru á veturna í bílakjallara verslunar- miðstöðvarinnar Fjarðar þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 20.00 til kl. 22.00. Áætlað er að menn mæti 20 mínútum fyrr svo æfing geti hafist á réttum tíma. Á sumrin er æft á sama tíma á Víðistaðatúni.

Stjórnun bardagaæfinga er í höndum æfingahersa.

Þeir eru

Guðni Garðarsson
gudni@rimmugygur.is

Ísleifur Gissurarson
isleifurg@rimmugygur.is
Sími 860 2558

 

Bogaæfingar fara fram í Bogfimis setrinu yfir vetrartímann, miðvikudaga kl. 20.00 til 22.00.

Umsjón með þeim hefur
Óskar Birgisson
oyb@simnet.is
Sími 898 4142

Hafa samband